Hjá frændum okkar í Færeyjum

Við höfum verið að sigla milli eyjanna í Færeyjum, hér er fallegt útsýni og fallegt og gott fólk.  Að vísu var svolítil ágjöf á leiðinni til Þórshafnar. Urðum við að taka allt okkar hafurtask og þurrka á hótelinu þegar í höfn var komið.

Við stefnum að því að vera við N Færeyjar um miðnætti á morgun og leggja af stað frá Þórshöfn kl 16  á fimmtudaginn.  Við áætlum að það taki 50 klst. að fara til Íslands.

Stefnan er tekinn á Borgarfjörð eystri sem er í ca 240 mílna fjarlægð frá nyrstu eyjunum.

Við verðum 2 sem siglum heim ég og Stuart en þriðji áhafnarmeðlimurinn þurfti að fara heim til Íslands.

Er þetta nóg í bili farinn að sofa!  

Jón Ingi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband