17.7.2009 | 01:29
Siglingin hafin
Eftir að ég kom heim verð ég bara að skrifa fyrir þá sem eftir eru.
Jóni tókst að fá nýja áhöfn á Mazildu og er farinn frá Killybegs, að vísu bar það til tíðinda að Jón Ingi og Stuart voru rændir veskjunum sem voru í skútunni rétt á meðan þeir brugðu sér frá til að kasta kveðju á heiðurshjónin Patricia og Gerard í Seawinds B&B.
Voru þeir komnir til Stornoway í Skotlandi og fóru þaðan í dag í átt að Setlandseyjum 5 til 6 tímar og verða að vera komnir til Færeyja á laugardag en það er lægðardrusla sem gæti gert þeim lífið leitt ef þeir komast ekki í höfn.
Fyrsta höfn sem þeir geta komist í er á Trongisvagur á Suðurey sem 40 mílur frá Þórshöfn
Jonny diesel er að sjálfsögðu með olíu fyrir 300 mílna siglingu enda þurfa þeir að halda 5 mílna meðalhraða til að ná landi í tæka tíð
Mun ég setja myndir inn seinna!!
Ástar og saknaðar kveðjur frá Jón Inga
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.