30.6.2009 | 10:23
Komnir til Killybegs,alveg eins og höfn á Íslandi
26.06.09
Sigldum frá Baltimore um morgunninn , kláruðum afganginn af morgunmatnum frá deginum áður en lagt var í hann . Ágætis leiði (eitthvað sjómanna mál sem ég skil ekki)
Kátir og glaðir


27.06.09
Byr þokkalegur miðar okkur sæmilega áfram. Sáum fullt af Höfrungum við bátinn í dag sem renndu sér meðfram bátnum og stukku upp úr sjónum í leik sínum.
Höfrungar í sjónum
Var það gott í sjóninni að tekin voru upp eldunaráhöld og byrjað að kokka mat, Stóð Jón þar fremstur í flokki við eldamennskuna og galdraði framm þennan fína pulsuéegveitekkihvað rétt.
Var þessu svo slafrað í sig með einum Öl.
Pulsurétturinn ógurlegi
Kv Addi Jón Tryggvi
28.06.09
Komum inní Donegal flóa um uppúr miðnætti mætti okkur þar NA beint í nefið ,sjólagið varð að kröppum vindbárum sem stóðu út flóann. Datt hraðinn alveg niður við þetta og var reynt að krussa inn flóan en ferðin gekk seint þó að keyrt væri á mótor með!
Killybegs frá höfninni séð.
Komum í höfn í Killybegs sem er Írskur hafnarbær um 21.30 og höfðum tal af pari sem var að koma af dorgi fyrir utan bæinn og bentu þau okkur hvar við gætum lagst að höfn
Vorum við 4 skip frá bryggju, fyrst komu 2 togarar síðan ein seglskúta sem virðist hafa verið þarna í minnst 2-3 ár ónotuð og svo Mazilda en við bundum okkur við hana.
Addi og Tryggvi fóru á rölt og fundu sér bed and breakfast í miðbænum en Jón Ingi vildi ekki yfirgefa elskuna sína og svaf í skútunni.
Jón Ingi Addi Tryggvi
29.06.09
Nú var allt tekið út úr skútunni og þurrkað eftir ágjöf gærdagsins og GÍRINN tekinn úr , en hann var farinn að snuða á leiðinni.
Að sjálfsögðu var leitað til heimamanna sem eru með mikla þjónustu við útgerðina í bænum og nágrenninu. Fóru Addi og Tryggvi í það að rífa gírinn úr og hafði Jón vökult auga á þessu verki , eftir að þessu var lokið kom heimamaður og tók gírinn á verkstæði . Þar var hann tekinn í sundur og ææ ekki var það fögur sjón , brotinn hringur,kúplings diskarnir orðnir ansi slitnir og legur litu ekki vel út.
Jón og GÍRINN báðir í rusli yfir þessu .
Nú er verið að ath hvort að hægt sé að fá nýja gír frá Englandi vitum það betur í dag
29.06.09
Að morgni vitum við ekkert enn um gírinn en vonum það besta, komust í netsamband hér á Seawinds bed and breakfast sem er alveg ljómandi góður gististaður og mjög heimilislegur.
Kv frá Killybegs
Tryggvi Jón og Addi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)