28.7.2009 | 01:13
Myndir af fyrriparti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 00:36
Jón er komin heim
Þá er komið að því strákarnir eru komnir heim 25.07. Gekk ferðin vel til Íslands frá Færeyjum, var fjölmenni sem tók á móti þeim á bryggjunni en vösk sveit lögreglu og tollara bægði fólki frá enda allar líkur á að þar færi ein smygl skútan enn
Þegar mest var voru 5 leitar menn ásamt áhöfn um borð en þeir fundu aðeins vistir, vatn, brauð og annað sem tilheyrir svona ferðalagi einnig fundust 2 kippur af bjór og 1 karton af rettum ( sem er ótrúlegt miðað við hvað drengurinn reykir mikið!!) Eftir þetta varð yfirvaldinu (ekki Ditta) ljóst að þarna var á ferð bara venjulegur Jón Jónsson sem var að koma heim með skútuna sína.
Búast þeir við að vera allavega 2 daga í hvíld áður en haldið verður áfram,trúlega suðurleiðina stoppað á einum stað á leið til Þorlákshafnar.
Kveðja Tryggvi og Jón
23.7.2009 | 00:57
Hjá frændum okkar í Færeyjum
Við höfum verið að sigla milli eyjanna í Færeyjum, hér er fallegt útsýni og fallegt og gott fólk. Að vísu var svolítil ágjöf á leiðinni til Þórshafnar. Urðum við að taka allt okkar hafurtask og þurrka á hótelinu þegar í höfn var komið.
Við stefnum að því að vera við N Færeyjar um miðnætti á morgun og leggja af stað frá Þórshöfn kl 16 á fimmtudaginn. Við áætlum að það taki 50 klst. að fara til Íslands.
Stefnan er tekinn á Borgarfjörð eystri sem er í ca 240 mílna fjarlægð frá nyrstu eyjunum.
Við verðum 2 sem siglum heim ég og Stuart en þriðji áhafnarmeðlimurinn þurfti að fara heim til Íslands.
Er þetta nóg í bili farinn að sofa!
Jón Ingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009 | 01:29
Siglingin hafin
Eftir að ég kom heim verð ég bara að skrifa fyrir þá sem eftir eru.
Jóni tókst að fá nýja áhöfn á Mazildu og er farinn frá Killybegs, að vísu bar það til tíðinda að Jón Ingi og Stuart voru rændir veskjunum sem voru í skútunni rétt á meðan þeir brugðu sér frá til að kasta kveðju á heiðurshjónin Patricia og Gerard í Seawinds B&B.
Voru þeir komnir til Stornoway í Skotlandi og fóru þaðan í dag í átt að Setlandseyjum 5 til 6 tímar og verða að vera komnir til Færeyja á laugardag en það er lægðardrusla sem gæti gert þeim lífið leitt ef þeir komast ekki í höfn.
Fyrsta höfn sem þeir geta komist í er á Trongisvagur á Suðurey sem 40 mílur frá Þórshöfn
Jonny diesel er að sjálfsögðu með olíu fyrir 300 mílna siglingu enda þurfa þeir að halda 5 mílna meðalhraða til að ná landi í tæka tíð
Mun ég setja myndir inn seinna!!
Ástar og saknaðar kveðjur frá Jón Inga
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2009 | 18:17
Killybegs
Kveðja frá Killybegs
Trggvi og Jón
2.7.2009 | 15:04
Allt í afturábak!!
Þá kom að því, nú þurfum við vinnuþrælarnir að fara að komast í vinnua, en Jón vinnur hörðum höndum við að manna bátinn með nýrri áhöfn en ef það gengur ekki þá kemur hann heim á þriðjudag líka.
Menn slakir á hótel barnum
Annars er lífið hér gott í Írland, fallegt land og vinalegt fólk en verðlagið er heldur dýrt hér fyrir Íslendinga.
Kveðjur frá öllum í Írland og Giunnes
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)