30.6.2009 | 10:23
Komnir til Killybegs,alveg eins og höfn á Íslandi
26.06.09
Sigldum frá Baltimore um morgunninn , kláruðum afganginn af morgunmatnum frá deginum áður en lagt var í hann . Ágætis leiði (eitthvað sjómanna mál sem ég skil ekki)
Kátir og glaðir


27.06.09
Byr þokkalegur miðar okkur sæmilega áfram. Sáum fullt af Höfrungum við bátinn í dag sem renndu sér meðfram bátnum og stukku upp úr sjónum í leik sínum.
Höfrungar í sjónum
Var það gott í sjóninni að tekin voru upp eldunaráhöld og byrjað að kokka mat, Stóð Jón þar fremstur í flokki við eldamennskuna og galdraði framm þennan fína pulsuéegveitekkihvað rétt.
Var þessu svo slafrað í sig með einum Öl.
Pulsurétturinn ógurlegi
Kv Addi Jón Tryggvi
28.06.09
Komum inní Donegal flóa um uppúr miðnætti mætti okkur þar NA beint í nefið ,sjólagið varð að kröppum vindbárum sem stóðu út flóann. Datt hraðinn alveg niður við þetta og var reynt að krussa inn flóan en ferðin gekk seint þó að keyrt væri á mótor með!
Killybegs frá höfninni séð.
Komum í höfn í Killybegs sem er Írskur hafnarbær um 21.30 og höfðum tal af pari sem var að koma af dorgi fyrir utan bæinn og bentu þau okkur hvar við gætum lagst að höfn
Vorum við 4 skip frá bryggju, fyrst komu 2 togarar síðan ein seglskúta sem virðist hafa verið þarna í minnst 2-3 ár ónotuð og svo Mazilda en við bundum okkur við hana.
Addi og Tryggvi fóru á rölt og fundu sér bed and breakfast í miðbænum en Jón Ingi vildi ekki yfirgefa elskuna sína og svaf í skútunni.
Jón Ingi Addi Tryggvi
29.06.09
Nú var allt tekið út úr skútunni og þurrkað eftir ágjöf gærdagsins og GÍRINN tekinn úr , en hann var farinn að snuða á leiðinni.
Að sjálfsögðu var leitað til heimamanna sem eru með mikla þjónustu við útgerðina í bænum og nágrenninu. Fóru Addi og Tryggvi í það að rífa gírinn úr og hafði Jón vökult auga á þessu verki , eftir að þessu var lokið kom heimamaður og tók gírinn á verkstæði . Þar var hann tekinn í sundur og ææ ekki var það fögur sjón , brotinn hringur,kúplings diskarnir orðnir ansi slitnir og legur litu ekki vel út.
Jón og GÍRINN báðir í rusli yfir þessu .
Nú er verið að ath hvort að hægt sé að fá nýja gír frá Englandi vitum það betur í dag
29.06.09
Að morgni vitum við ekkert enn um gírinn en vonum það besta, komust í netsamband hér á Seawinds bed and breakfast sem er alveg ljómandi góður gististaður og mjög heimilislegur.
Kv frá Killybegs
Tryggvi Jón og Addi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.6.2009 | 13:16
Írland 1-0
21.juní
Góðan dag
Nú er siglingin hafin erum komnir framhjá eyjuni Wight og stefnum inní Ermasund
Siglum á 3,5-5.5 milna hraða með mótor núna.
Erum með vestan vind, sem er beint í fangið en hann á að snúast í dag og á morgun í NV sem er hagstæðara fyrir okkur .
Mótorinn gengur eins og lukka eftir síðustu viðgerð.
Það sem var að eftir að við höfðum tekið vélina alveg í sundur hónað sílendrana skipt um hringi í stimplunum heddið tekið og ventlasætin slípuð við ventlana þannig að vélin var orðin nokkuð þétt var að hún gekk ekki á einum sílender .
Nú voru góð ráð dýr allir voru tilbúnir til að hjálpa okkur við þetta og fengum við heimamanni Alan til að hjálpa okkur fór megnið af laugardeginum í það að finna út hvað var að hrjá vélina.
Alan að störfum, mikill snillingur!!
Reyndist olíuverkið ekki vera að gefa réttan þrýsting á eina dísuna ,var þar einn baksteymis ventill sem var laus.
Var hann hertur og hvað haldið þið ,,,vélin gekk á öllum 3 enda búið að nostra mikið við hana J
Einnig var púst kerfinu breitt þannig að ekki kæmi vatn aftur inná mótorinn.
Voru kallarnir á bryggjunni alltaf að reka nefið inn til okkar og óska okkur góðrar ferðar og gefa góð ráð.
Kveðja úr siglingunni sem er loks hafin!!
Kingswear
Emily and Barry thanks for all help
Viðgerðarmenn að störfum (mjög sveittir)
22/06
Erum komnir í höfn til að fylla á olíu (Diesel) því að við höfum verið að keyra á mótornum í alla nótt erum búnir með 60% af fyrsta legg og lygjum núna í Kingswear.
Allir í góðum gír nema gírinn í bátnum sem varð að fá nýja olíu en hann var farinn að gefa frá sér urghljóð og olían var ekkert lík þeirri gírolíu sem við þekkjum (saman bland af vatni ryði og olíu)og sett ný reim á tornum .
Var farið að gera klárt fyrir næstu ferð og lagt að stað úr höfn á mótornum.
Um nóttina sáum við Maurildin sem glömpuðu í kjölfarinu og Bein hákarl svamlaði í sjónum við bátinn.
Í nótt vorum við hræddir um að rafalinn við mótorinn væri að gefa sig en hann var það eina sem var ekki búið að rífa í sundur á Perkins garminum okkar.
Fleira var það ekki í bili
Kv
Tryggvi Jón og Addi
23.06.09
Eftir siglingu meðfram Ermasundsströndum Englands austur að Lands end ákvað leiðangurstjórinn að stefna til eyjunnar grænu en föllin á upprunalegu leiðinn í Írskahafinu voru þannig að við hefðum þurft að fara í höfn á 6 tíma fresti vegna strauma.
Erum nú á leiðinni á seglum þöndum ( að vísu er svo til enginn vindur) en göngum mest 4.5 mílur og spörum olíu sem við höfum notað mikið (enda mikið farin að spá í hvort þetta væri mótorbáturinn Mazilda)enda bara búnir að sigla 2 tíma á seglum áður .
24.06.09
Í nótt var nokkur vindur á Írlandshafi svo að seglin voru undin upp og slökkt á mótorunum og silgdu strákarnir eftir stjörnumerkinu Karlsvagninum um nóttina. Erum með vakta fyrirkomulag sem er 8-4 semsagt vaka í 8 tíma en sofa í 4 tíma, þetta riðlast svolítið og eru menn þreyttir eftir langa leggi.
Var svolítil bræla og varð Tryggvi með sjóveikis tilburði en strákarnir sendu hann í koju er þá ritarinn ónýtur
Kv Tryggvi Addi og Jón Diesel (Jhonny Diesel)

25.06.09
Erum í höfn í Írlandi eftir tæplega 2 sólarhrings siglingu , er þetta smábær sem heitir Baltimore
Bundum okkur við flotbryggjuna hér og stukkum frá borði og beint á næsta bar var pantaður 1pint
á haus og rétti Jón fram 20 GBP en barþjónninn tók í hornið á seðlinum eins og þetta væri notaður klósettpappír rétti Jóni og sagði við notum ekki svona hér!!! Kom Tryggvi þá til bjargar með visa gamla sem reddaði málunum.
Kl. 7. Morgunverður a la Addi, beykon, pulsur ,bakaðar baunir, spæld egg, aðeins of mikið (að venju)
Komumst að því að á barnum er þráðlaus tenging sem við ætlum að nota til að koma þessu boðum frá okkur . Erum að leita að baðaðstöðu sem okkur skils að sé í bleika húsinu í bænum (humm)
Kveðja frá áhöfninni á rosanum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 19:29
Upps 4 Perkins dagur
Thad kom babb i batinn , velin var ekki alveg eins god og hun leit ut yrir ad vera
Therag vid logdum a stad var hún alveg kraftlaus svo við forum aftur i land
jónin var ekki skemt og vid hinir ansi vonsviknir, hofdum verið að vinna i henni til eitt um nottina
Svo að við forum um 4.30 i nótt ef allt verður i lagi
Folkid her er alveg med einsdaemum vinalegt og allir til i að hjálpa okkur,ekkert bögg yfir topudum peningum i bönkum og mer sýnist að thad se sama vesenið her og heima.
Erum að fá okkur að borða i klúbbnum her MYC og einn ollara fyrir svefninn en við verdum að vakna snemma og voknudum snemma i morgun
Tha er tetta vonandi seinasta bloggid hedan
Kveðja frá ollum til allra
20.6.2009 | 06:22
Brottfor
Tha er komid ad thi
Við erum að leggja a stað núna
Komum mótornum i lag i gaerkvoldi og gengur eins og klukka!!!
buid að sjobua skútuna og tha er bara að sigla
Sidasta bloggið ur Marchwood Yacht Clubveit ekki hvenaer naest við komumst i tölvu
Sael að sinni
Kvedja til allra
Tryggvi Jon Ingi og Addi
19.6.2009 | 12:23
Perkins dagur 3
Erum birjadir ad setja motorinn saman, bunir ad setja hringi a stimplana stimplar komnir i motorinn
og oliupanna a.
Forum med motorinn nidri bat a eftir og komum honum fyrir i batnum
Annars er alveg brjalad vedur her brakandi sol og 20-25 gradur hiti Uff
Faum heddid i kvold og tha fer thetta ad virka vonandi.
Lifid er ljuft her og Bretarnir eru yndislegi vid okkur, gera allt fyrir okkur
Bestu kvedjur fra MYC
Tryggvi Jon og Addi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2009 | 09:17
Perkins dagur 2
Jaeja mótorinn fer ur i dag og heddid i vidgerd
unnum i gaer kveldi við að losa mótorinn ur og ná heddinu af
svo thuruf um vid að losa hringina i dag
Nóg i bili
kv
Tryggvi Addi og Jon
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2009 | 18:37
Perkins vandraedi
Jaeja tha er komid i ljos að velin er meira biluð en við heldum , við verðum að taka hana útr og lata slípa heddid og losa hringi a sílendrum .
forum i tetta i kvöld vonandi verdur heddi klart fimmtudag og við ekki bunir að brjóta neitt
annars bara sól og sumar her .... allt of heitt fyrir minn smekk
Kv frá ollum um borð
Tryggvi Addi og Jón Ingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 08:38
Dagur 3 i sol og hita
Allt gengur thetta vel Addi er komin með 15 kulur a hausinn hann er alltaf að reka sig uppundir (fjolhyr ningur) og thad er komim hrikaleg tafila ad Tryggva en theyr standa sig vel
vonandi verdur skútan tilbúin til siglingar i kvöld og við forum a flodi kl ca 2 a morgun
kv til allra
Ahofnin a Matzildu
15.6.2009 | 22:25
Marchwood Yacht club
Nu erum vid bunir ad vera ad koma skutuni i sjohaeft astand
Segl eru oll komin a sinn stad og lita vel ut.
Raflagnir hafa verid lagadar ad mestu en sma vandamal komu upp med motorinn
en vid faum nyjar disur a morgun tha vonum vid ad hann fari i gang
Vid hofum allir sofid i skutuni vid briggju sidan vid komum og er thad agaett fyrirkomu lag
Vid Addi vinnum og Jon eldar og...... en tetta reynir mikid a Jon
Fyrrum eigendur voru med okkur alla helgina ad keira okkur i budir og fynna thad sem vantadi
alveg frabaert folk og vid vonum ad thaug komi til Islands sem fyrst
Jon ad kalla i mat
Kv til allra
Tryggvi Jon og Addi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)