Írland 1-0

sigling1 011Kingswear

21.juní

Góðan dag

Nú er siglingin hafin erum komnir framhjá  eyjuni Wight og stefnum  inní Ermasund

Siglum á 3,5-5.5 milna hraða með mótor núna.

Erum með vestan vind, sem er beint í fangið en hann á að snúast í dag og á morgun í NV sem er hagstæðara fyrir okkur .

Mótorinn gengur eins og lukka  eftir síðustu viðgerð.

Það sem var að eftir að við höfðum tekið vélina alveg í sundur  hónað sílendrana skipt um hringi í stimplunum  heddið tekið og ventlasætin slípuð við ventlana þannig að vélin var orðin nokkuð þétt  var að hún gekk ekki á einum sílender .

Nú voru góð ráð dýr allir voru tilbúnir til að hjálpa okkur við þetta og fengum við heimamanni Alan  til að hjálpa okkur  fór megnið af laugardeginum í það að finna út hvað var að hrjá vélina.

SIGLING1 197_edited Alan að störfum, mikill snillingur!!

Reyndist olíuverkið ekki vera að gefa réttan þrýsting á eina dísuna ,var þar einn baksteymis ventill  sem var laus.

Var hann hertur og hvað haldið þið ,,,vélin gekk á öllum 3 enda búið að nostra mikið við hana J

Einnig var púst kerfinu breitt þannig að ekki kæmi vatn aftur inná mótorinn.

 Voru kallarnir á bryggjunni alltaf að reka nefið inn til okkar og óska okkur góðrar ferðar og gefa góð ráð.

Kveðja úr siglingunni  sem er loks hafin!! 

 

sigling1 003 KingswearSIGLING1 028Emily and Barry thanks for all helpSIGLING1 153

Viðgerðarmenn að störfum (mjög sveittir)

22/06

Erum komnir í höfn til að fylla á olíu (Diesel) því að við höfum verið að keyra á mótornum í alla nótt  erum búnir með 60% af fyrsta legg og lygjum núna í Kingswear.

Allir í góðum gír  nema  gírinn í bátnum  sem varð að fá nýja olíu en hann var farinn að gefa frá sér urghljóð   og olían var ekkert lík þeirri gírolíu sem við þekkjum (saman bland af vatni ryði og olíu)og sett  ný reim á tornum .

Var farið að  gera klárt fyrir næstu ferð  og lagt að stað úr höfn  á mótornum.

 Um nóttina sáum við Maurildin sem glömpuðu í kjölfarinu og Bein hákarl svamlaði í sjónum við bátinn.

Í nótt vorum við hræddir um að rafalinn við mótorinn væri að gefa sig en hann var það eina sem var ekki búið að rífa í sundur á Perkins  garminum okkar.

 

Fleira var það ekki  í bili

Kv

Tryggvi  Jón og Addi                   

 

23.06.09

Eftir  siglingu meðfram Ermasundsströndum Englands austur að Lands end ákvað leiðangurstjórinn að stefna  til eyjunnar grænu  en föllin á upprunalegu leiðinn í Írskahafinu  voru þannig að við hefðum þurft að fara í höfn á 6 tíma fresti vegna  strauma.

Erum nú á leiðinni á seglum þöndum ( að vísu er svo til enginn vindur) en göngum mest 4.5 mílur og spörum olíu sem við höfum notað mikið (enda mikið farin að spá í hvort þetta væri mótorbáturinn Mazilda)enda bara búnir að sigla 2 tíma á seglum áður .

24.06.09

Í nótt var nokkur vindur á Írlandshafi  svo að seglin voru undin upp og slökkt á mótorunum  og silgdu strákarnir eftir stjörnumerkinu  Karlsvagninum um nóttina. Erum með vakta fyrirkomulag sem er  8-4 semsagt vaka í 8 tíma en sofa í 4 tíma, þetta riðlast svolítið og eru menn þreyttir eftir langa leggi.

Var svolítil bræla og varð Tryggvi með sjóveikis tilburði en strákarnir sendu hann í koju  er þá ritarinn ónýtur

 

 Kv Tryggvi  Addi og Jón Diesel (Jhonny  Diesel)                                                  

 SIGLING1 206

25.06.09

Erum í höfn í Írlandi eftir  tæplega 2 sólarhrings siglingu , er þetta smábær sem heitir Baltimore

Bundum okkur við flotbryggjuna hér og stukkum frá borði og beint á næsta bar var pantaður 1pint

á haus og rétti Jón fram 20  GBP en barþjónninn tók í hornið á seðlinum eins og þetta væri notaður klósettpappír  rétti Jóni og sagði við notum ekki svona hér!!!  Kom Tryggvi  þá til bjargar með visa gamla sem reddaði málunum.

Kl. 7. Morgunverður a la Addi, beykon, pulsur ,bakaðar baunir, spæld  egg, aðeins of mikið (að venju)

Komumst að því að á barnum er þráðlaus tenging  sem við ætlum að nota til að koma þessu boðum frá okkur . Erum að leita að baðaðstöðu sem okkur skils að sé í bleika húsinu í bænum (humm)

 

Kveðja frá áhöfninni á rosanum

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona bara að núna verði með ykkur straumar og vindur svo þið komist sem hraðast yfir.  Addi ég vona að þú þolir hjónarausið í þeim Tryggva og Jóni Inga, þeir eru stundum alveg eins og gömul hjón. Ég veit að þið farið varlega annars er mér að mæta. 

Sipp og hoj Steinunn og strákarnir

Steinunn (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 11:45

2 identicon

eru þetta þið ? :D http://www.youtube.com/watch?v=GlOB4ozBjt4 eða lag tileinkað ykkur

Hallur H (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband