Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Skútan kominn á land

IMG 5950Nú eftir þetta ævintýri er búið að taka skútuna  á land og hvílir hún lúinn bein á Breiðabólstað

Þar bíður hún eiganda síns að fara mjúkum höndum um hana , en það þarf að fara yfir margt á svona skipi eftir langa legu í landi og volk á úthafsins öldum.

Að vísu er nóg að gera hjá bóndanum við að bauka að Gamla Hrauni sem tekur allan tíma þessa daga.

Kv  

 

IMG 5963IMG 5984IMG 6083


Jón er komin heim

Þá er komið að því strákarnir eru komnir heim 25.07. Gekk ferðin vel til Íslands frá Færeyjum, var fjölmenni sem tók á móti þeim á bryggjunni  en vösk sveit lögreglu og tollara Devil bægði fólki frá enda allar líkur á að þar færi ein smygl skútan ennBandit

Þegar mest var voru 5 leitar menn ásamt áhöfn um borð en þeir fundu aðeins vistir, vatn, brauð og annað sem tilheyrir svona ferðalagi einnig fundust 2 kippur af bjór og 1 karton af rettum ( sem er ótrúlegt miðað við hvað drengurinn reykir mikið!!)  Eftir þetta varð yfirvaldinu (ekki Ditta) ljóst að þarna var á ferð bara venjulegur Jón Jónsson sem var að koma heim með skútuna sína. 

Búast þeir við að vera  allavega 2 daga í hvíld áður en haldið verður áfram,trúlega suðurleiðina stoppað á einum stað á leið til Þorlákshafnar.

 Kveðja Tryggvi og Jón

 


Siglingin hafin

Eftir að ég kom heim verð ég bara að skrifa fyrir þá sem eftir eru.

Jóni tókst að fá nýja áhöfn á Mazildu og er farinn frá Killybegs, að vísu bar það til tíðinda að Jón Ingi og Stuart voru rændir veskjunum sem voru í skútunni rétt á meðan þeir brugðu sér frá til að kasta kveðju á heiðurshjónin Patricia og Gerard í Seawinds B&B.

Voru þeir komnir  til Stornoway í Skotlandi og fóru þaðan í dag í átt að  Setlandseyjum 5 til 6 tímar og verða að vera komnir til Færeyja  á laugardag en  það er lægðardrusla sem gæti gert þeim lífið leitt ef þeir komast ekki í höfn.

Fyrsta höfn sem þeir geta komist í er á Trongisvagur  á Suðurey  sem 40 mílur frá Þórshöfn 

Jonny diesel er að sjálfsögðu með olíu fyrir 300 mílna siglingu enda  þurfa þeir að halda 5 mílna meðalhraða til að ná landi í tæka tíð 

 Mun ég setja myndir inn seinna!!

Ástar og saknaðar kveðjur frá Jón Inga 


Killybegs

Nú erum við Jón 2 eftir og ég yfirgef hann á þriðjudag svo ef þið vitið um áhöfn á lausu endilega hafa samband við jón Inga í síma +354 869 6585  Sjá líka á

http://brokey.is/

Kveðja frá Killybegs

Trggvi og Jón


Upps 4 Perkins dagur

Thad kom babb i batinn , velin var ekki alveg eins god og hun leit ut yrir ad vera

Therag vid logdum a stad var hún alveg kraftlaus svo  við forum aftur i land

jónin var ekki skemt  og vid hinir ansi vonsviknir, hofdum verið að vinna i henni til eitt um nottina

Svo að við forum um 4.30 i nótt ef allt verður i lagi

Folkid her er alveg med einsdaemum vinalegt og allir til i að hjálpa okkur,ekkert bögg yfir topudum peningum i bönkum og mer sýnist að thad se sama vesenið her og heima.

Erum að fá okkur að borða i klúbbnum her MYC  og einn ollara fyrir svefninn en við verdum að vakna snemma og voknudum snemma i morgun

Tha er tetta vonandi seinasta bloggid hedan

Kveðja frá ollum til allraWink

 

 


Brottfor

Tha er komid ad thi Cool

Við erum að leggja a stað núna

Komum mótornum i lag i gaerkvoldi og gengur eins og klukka!!!

buid að sjobua skútuna og tha er bara að siglaCool

Sidasta bloggið ur Marchwood Yacht Clubveit ekki hvenaer naest við komumst i tölvu

Sael að sinni

 Kvedja til allra

Tryggvi Jon Ingi og Addi


Dagur 3 i sol og hita

Allt gengur thetta vel Addi er komin með 15 kulur a hausinn hann er alltaf að reka sig uppundir (fjolhyr ningur) og thad er komim hrikaleg tafila ad Tryggva en theyr standa sig vel

vonandi verdur skútan tilbúin til siglingar i kvöld og við forum a flodi kl ca 2 a morgun

kv til allra

Ahofnin a Matzildu 


Skútan

Mazilda & Skipper Emilyj

Skútan


Leggjum á stað

Þá er komið að því ... við erum að fara til Englands og ná í skútuna hans Jóns Inga

að vísu áttum við að fara í gær en fluginu var frestað þar til 16.oo í dag.

Það er hægt að skoða myndir af gripnum á www.fbi.is efst í horninu hægra megin mazilda.

Sæl að sinni 

Tryggvi 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband